Pierre-Francois Aubameyang, faðir Pierre-Emerick Aubameyang, hefur tjáð sig um erfiða tíma sonar síns.
Aubameyang upplifði ‘martaðar ár’ eftir að hafa samið við Chelsea en stuttu fyrir það var ráðist inn á heimili hans í Barcelona.
Chelsea ákvað að kaupa Aubemeyang af spænska stórliðinu en hann entist ekki lengi eftir að hafa skorað þrjú mörk í 21 leik.
Marseille í Frakklandi hefur samið endanlega við Aubameyang og er faðir hans spenntur fyrir nýja verkefninu.
,,Hann var kjálkabrotinn af árásarmönnum í Barcelona á meðan hann reyndi að vernda börn sín og eiginkonu,“ sagði Pierre-Francois.
,,Hjá Chelsea þurfti hann að spila með grímu til að byrja með, þetta var algjört martraðar ár. Nú er því lokið.“