Sadio Mane hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann í gær og lét óánægju sína með fjölmiðla í ljós.
Hinn 31 árs gamli Mane gekk í raðir Bayern Munchen frá Liverpool síðasta sumar. Það gekk lítið upp hjá Senegalanum á fyrstu leiktíð sinni í Þýskalandi en hann var einnig nokkuð mikið frá vegna meiðsla.
Mane hefur verið töluvert gagnrýndur og virðist allt annað en sáttur með fjölmiðla.
Þegar blaðmaður reyndi að ná tali af honum í gær sagði Mane: „Þið drepið mig á hverjum degi og nú viljið þið tala við mig?“ Myndband af þessu er hér neðar.
Bayern reynir þessa dagana að koma Mane til Sádi-Arabíu.
Sadio Mané mit Medienkritik: „You are killing me every day – and now you wanna talk…“ #FCBayern @Abendzeitung pic.twitter.com/7tO5VyPWzU
— Maximilian Koch (@_kochmaximilian) July 23, 2023