Chelsea hefur lagt fram tilboð í Michael Olise, leikmann Crystal Palace.
Hinn 21 árs gamli Olise heillaði með Palace á síðustu leiktíð, skoraði tvö mörk og lagði upp ellefu í ensku úrvalsdeildinni.
Það hefur vakið athygli stærri liða og auk Chelsea eru Manchester City og Paris Saint-Germain sögð fylgjast með kappanum.
Nú hefur Chelsea hins vegar lagt fram 39 milljóna punda tilboð í leikmanninn.
Olise er sagður hafa þegar samþykkt gott samningstilboð Chelsea til sín og þurfa félögin því aðeins að ná saman.
Olise, sem getur spilað úti á kanti og framarlega á miðju, lék bæði með City og Chelsea í yngri liðum.
Palace hefur í sumar misst stjörnu sína Wilfried Zaha og nú gæti annar leikmaður verið á förum.