Keflavík 3 – 4 KA
1-0 Sindri Þór Guðmundsson (’14 )
1-1 Bjarni Aðalsteinsson (’43 )
1-2 Bjarni Aðalsteinsson (’45 )
2-2 Viktor Andri Hafþórsson (’59 )
2-3 Sveinn Margeir Hauksson (’64 )
3-3 Ásgeir Páll Magnússon (’72 )
3-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’73 )
Ein fjörugasti leikur sumarsins fór fram í kvöld er KA heimsótti Keflavík í Bestu deild karla.
Um var að ræða sjö marka leik en KA hafði að lokum betur með fjórum mörkum gegn þremur.
Hallgrímur Mar Steingrímsson átti stórleik fyrir KA en hann skoraði eitt mark og lagði þá upp önnur tvö.
Sigurinn lyftir KA í sjötta sæti deildarinnar og er liðið einu stigi á eftir FH sem er í umspilssæti.
Keflavík er á botninum með tíu stig, sex stigum frá öruggu sæti.