Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki pent hrifinn af ungum blaðamanni á einmitt blaðamannafundi í gær.
Tottenham er í Taílandi þessa stundina í æfingaferð en með liðinu er aðalmaður liðsins, Harry Kane.
Kane er sterklega orðaður við Bayern Munchen þessa stundina og gæti vel verið á förum til félagsins í sumar.
Blaðamaðurinn ákvað að mæta í treyju Bayern merktri Kane, eitthvað sem Postecoglou hafði ekki of gaman af.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og væri áð mikill missir fyrir félagið ef hann færir sig um set í sumar.
,,Fannst þér þetta rosalega fyndið? Þú komst heldur langa vegalengd fyrir þetta. Takk fyrir það,“ sagði Postecoglou.