Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, er tilbúinn að eyða heilu í stúkunni og er gríðarlega óánægður hjá félaginu.
Mbappe ferðaðist ekki með öðrum leikmönnum PSG til Asíu í æfingaferð en hann hefur neitað að krota undir nýjan samning.
Samningur stórstjörnunnar rennur út næsta sumar en PSG hefur reynt að fá hann til að krota undir framlengingu.
Það er eitthvað sem Mbappe hefur engan áhuga á en PSG gæti því misst hann frítt annað næsta sumar.
PSG vill fá rétt verð fyrir Mbappe en hann er rólegur og er tilbúinn að spila ekkert í heilt tímabil og fara annað næsta sumar.
Nú er að sjá hvor aðilinn gefi sig fyrst en PSG er talið vilja yfir 150 milljónir punda fyrir Frakkann.