Glazer fjölskyldan er ekki einu sinni vinsæl í heimalandinu, Bandaríkjunum, en það eru eigendur Manchester United.
Fjölmargir stuðningsmenn Man Utd gerðu sér leið á leik liðsins gegn Arsenal í nótt sem lauk me 2-0 sigri.
Stuðningsmenn Man Utd voru mjög háværir fyrir leik og kölluðu eftir því að Glazer fjölskyldan myndi í raun hunskast burt.
Eigendurnir hafa verið í viðræðum við mögulega kaupendur en hingað til hefur ekkert borið árangur.
Myndband af stuðningsmönnunum má sjá hér.
Glazers Out Chants outside the Stadium 🏟️ #MUFC #MUNARS #MUFCTakeover #GlazerOut pic.twitter.com/uFz2LxLSgk
— Chief United (@chiefmufc) July 22, 2023