Knattspyrnuaðdáendur sögðu allir það sama eftir leik Inter Miami og Cruz Azul sem fór fram á föstudagsnótt.
Lionel Messi spilaði þar sinn fyrsta leik fyrir Miami og skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu á lokasekúndunum.
Athyglisverðar myndir náðust af liðsfélaga Mesisi, Robbie Robinson, sem var að spila með Messi í fyrsta sinn.
Robinson sást æla á vellinum í síðari hálfleiknum og vilja allir meina að hann hafi ekki höndlað það að spila með Messi – sem er af mörgum talinn sá besti í sögunni.
Ælan var alls ekki lítil en Robinson virtist ná sér nokkuð fljótt og gat hjálpað varnarlínu sinni stuttu seinna.
Myndir af þessu má sjá hér.