Treyja Chelsea vakti verulega athygli í vikunni er liðið spilaði gegn Wrexham í æfingaleik í Bandaríkjunum.
Chelsea vann sannfærandi 5-0 sigur en það var treyja liðsins sem fékk flestar fyrirsagnir.
Ástæðan er sú að merki félagsins er ansi sérstakt og leit mismunandi út í leiknum.
Merkið mun ekki líta eins út um nótt og dag en ef það er borið undir ljós þá lifna litirnir við.
Treyjan hefur þó fengið mikið lof en Chelsea á eftir að finna aðal styrktaraðila sem verður framan á treyjum liðsins næsta vetur.
Myndir af þessu má sjá hér.