Hákon Arnar Haraldsson var stórkostlegur í sínum fyrsta leik fyrir franska félagið Lille.
Lille spilaði við Cercle Brugge frá Belgíu en með því félagi lék til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen um tíma.
Hákon er nýgenginn í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn og fékk að byrja í sannfærandi sigri.
Lille er mun sterkara lið og sýndi það í dag en lokatölur voru 7-2 fyrir þeim frönsku.
Hákon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik en var svo tekinn af velli í byrjun þess síðari.
Staðan var 5-2 fyrir Lille í fyrri hálfleiknum og voru tvö mörk skoruð til viðbótar í þeim seinni.
Two goals from 🇮🇸Hákon Haraldsson just 15 minutes into his unofficial debut for Lille.
From one end to the other in no time.#fcklive #LOSCpic.twitter.com/rWwhFKLRTG
— Danish Scout (@DanishScout_) July 22, 2023
Hat-Trick in ⚽️⚽️⚽️ Hákon Arnar Haraldsson https://t.co/09GVnEEXGK
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 22, 2023
⚽️ • Le premier but du LOSC dans ce match inscrit par Hákon Haraldsson sur une passe décisive de Jo David 🔥 pic.twitter.com/wqmBKNYs1o
— L’Actu Des Dogues 🔴 (@actudesdogues) July 22, 2023