Tvær stjörnur Bayern Munchen eru sagðar vera reiðar yfir því að Kyle Walker sé að fá tveggja eða þriggja ára samning hjá félaginu.
Walker er talinn vera að skrifa undir tveggja ára samning við Bayern með möguleika á eins árs framlengingu.
Walker er 33 ára gamall bakvörður og kemur frá Manchester City en það er ekki venja Bayern að gefa leikmönnum yfir þrítugt svo langan samning.
Goðsagnir Bayern, Thomas Muller og Manuel Neuer, eru ósáttir með vinnubrögð félagsins að sögn Bild.
Neuer og Muller vilja báðir fá samning til lengri tíma en ársins 2024 en Bayern hefur hingað til ekki verið opið fyrir því.
Þeir telja að Englendingurinn sé að fá sérmeðferð frá félaginu og eru nú þegar byrjaðir að kvarta í búningsklefanum.