Freyr Alexandersson gerir sér vonir um að Gylfi Þór Sigurðsson endi uppi sem leikmaður Lyngby.
Freyr er þjálfari Lyngby og hefur gert flotta hluti með liðinu en með liðinu leika þrír Íslendinga.
Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Birgir Finnsson eru leikmenn Lyngby.
Fótbolti.net vekur athygli á ummælum Freysa en hann var spurður út í Gylfa af Discovery+.
Gylfi er án félags þessa stundina og hefur verið orðaður við heimkomu sem og MLS deildina.
„Ef Gylfi Sigurðsson vill spila fyrir Lyngby þá væri það stórkostlegt. Gylfi er besti fótboltamaður sem ég hef verið í kringum og við þekkjum hvorn annan mjög vel,“ sagði Freyr.
,,Það er kannski möguleiki að hann komi hingað útaf því að við þekkjumst vel og hefur sambandið okkar á milli alltaf verið gott.“