fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Fékk varla borgað og keyrði einn þann besta um á bíl sem kostaði 80 þúsund krónur – ,,Vandræðaleg tilfinning“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, nýr stjóri Tottenham, hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli í fótboltanum.

Postecoglou er 57 ára gamall en hann var ráðinn stjóri Tottenham í sumar eftir góða dvöl hjá Celtic í Skotlandi.

Um er að ræða fyrrum ástralskan landsliðsmann sem spilaði fjóra landsleiki og lék allan sinn feril í heimalandinu.

Postecoglou vann með ungversku goðsögninni Ferenc Puskas á sínum tíma en þeir voru saman hjá South Melbourne Hellas í Ástralíu.

Puskas var þá þjálfari liðsins en hann er fyrrum leikmaður Real Madrid og raðaði inn mörkum þar í mörg ár.

Það var verkefni Postecoglou að keyra Puskas um götur Melbourne en bíll hans á þeim tíma kostaði aðeins um 80 þúsund krónur.

,,Ég átti versta bíl sem til var á þessum tíma, ég fékk varla borgað fyrir mína vinnu,“ sagði Postecoglou.

,,Bíllinn kostaði 500 pund á þessum tíma og var ekki einu sinni með rúðuþurrkur því félagi minn hafði brotið þær árið áður. Ég er að keyra einn besta fótboltamann sögunnar um göturnar og það var vandræðaleg tilfinning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru