Newcastle United hefur náð samkomulagi við Leicester um 38 milljóna punda kaup á kantmanninum, Harvey Barnes.
Newcastle og West Ham hafa sýnt Barnes áhuga í sumar en hann er nú á leið til Newcastle.
Newcastle er að selja Allan Saint Maximin til Sádí Arabíu til að fjármagna kaupin.
Leciester féll úr ensku úrvalsdeildinni og er búið að selja James Maddison og Barnes er nú á förum.
Kelechi Iheanacho er að fara frá Leicester á næstu dögum en fjöldi liða hefur áhuga á að krækja í framherjann frá Nígeríu.