Lið Chelsea hefur engan áhuga á varnarmanninum Harry Maguire eins og greint var frá í vikunni.
The Guardian fullyrðir þessar fregnir en Maguire er á förum frá Manchester United í sumar.
Chelsea var óvænt orðað við enska landsliðsmanninn í vikunni en Guardian segir að ekkert sé til í þeim fregnum.
Í stað þess að horfa til Maguire er Chelsea að skoða Marc Guehi sem er uppalinn hjá félaginu.
Guehi á að fylla skarð Wesley Fofana sem er meiddur og þá seldi félagið Kalidou Koulibaly til Sádí Arabíu.
Chelsea ákvað að selja Guehi til Palace árið 2021 og hefur hann vakið verðskuldaða athygli hjá því félagi.