fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Sádarnir sem eiga Newcastle reyna að kaupa Saint-Maximin frá félaginu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al Ahli í Sádí Arabíu sem er í 75 prósent eigu FFP sjóðsins í Sádí Arabíu er að reyna að kaupa Allan Saint-Maximin frá Newcastle.

Viðskiptin gætu vakið athygli þar sem FFP sjóðurinn er einnig eigandi Newcastle.

Al Ahli hefur boðið 25 milljónir evra í Saint-Maximin en Newcastle vill hærri upphæð fyrir kantmanninn litríka.

Sádarnir versla mikið þessa dagana og hafa tekið marga leikmenn frá Englandi og virðast hvergi nærri hættir.

Á undanförnum dögum hafa Sádarnir klófest Alex Telles frá Manchester United og Fabinho virðist á leið frá Liverpool til Sádí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“