Liverpool er ekki til í að íhuga 50 milljóna evra tilboð frá Al Hilal í Sádí Arabíu sem vill kaupa Luis Diaz kantmann félagsins.
Sádarnir láta nú til skara skríða og vilja kaupa eins marga leikmenn og hægt er.
Liverpool er að selja Fabinho til Al Ittihad þar í landi og þá gæti Jordan Henderson fyrirliði Liverpool farið til Sádí.
Jorge Jesus er sagður leggja áherslu á það að Al Hilal fái kantmanninn frá Kólumbíu sem var mikið meiddur á síðsutu leiktíð.
Segir Fabrizio Romano að Diaz sé í plönum Jurgen Klopp og að Liverpool vilji ekki selja kantmanninn knáa.
Liverpool have no intention to consider €50m verbal approach from Al Hilal for Luís Díaz. He’s part of Jurgen Klopp long term plans. 🔴🇨🇴 #LFC
Liverpool want Luís to stay and be part of the squad this season despite Saudi calls. pic.twitter.com/0TEL33sF6i
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2023