Kristall Máni Ingason er orðinn leikmaður Sonderjyske í dönsku B-deildinni en þetta er staðfest í kvöld.
Kristall er 21 árs gamall en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra eftir frábæran sprett með Víkingi Reykjavík.
Norska stórliðið Rosenborg samdi þá við Kristal en hann stóðst ekki væntingar hjá því félagi síðasta vetur.
Sonderjyske ákvað að semja við Kristal í dag en á móti þá fer Emil Frederiksen til Rosenborg.
Kristall gerir þriggja ára samning við Sonderjyske sem stefnir á að komast í efstu deild á næsta tímabili.