Josko Gvardiol er að ganga í raðir Manchester City og náði samkomulagi við félagið fyrir meira en mánuði.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er líklega með bestu heimildirnar í bransanum.
Romano segir að Gvardiol sé nú að klára skiptin til Man City og kemur til félagsins frá RB Leipzig.
Um er að ræða afar öflugan varnarmann sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM í Katar.
Englandsmeistararnir borga um 100 milljónir evra fyrir þennan 21 árs gamla strák.