Burnley hefur staðfest kaup sín á framherjanum Zeki Amdouni frá Basel í Sviss. Kaupverðið er ekki gefið upp.
Burnley kynnti Amdouni til leiks með skemmtilegu myndbandi þar sem Stubbarnir koma fyrir.
Amdouni er 22 ára gamall og skoraði tólf mörk í deildinni í Sviss á síðustu leiktíð, hann var öflugur í Evrópu og skoraði sjö mörk í Sambandsdeildinni.
Amdouni lék sína fyrstu landsleiki fyrir Sviss á síðasta ári og er búinn að skora fimm mörk fyrir landslið sitt.
Burnley er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina en búist er við að liðið styrki sig talsvert á næstu vikum.
Eh-oh! 👋 pic.twitter.com/mPOHp7fmpe
— Burnley FC 🏆 (@BurnleyOfficial) July 19, 2023