fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Saksóknari fellir niður málið gegn Ryan Giggs – Var sakaður um ofbeldi gegn unnustu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í Manchester hefur fellt niður mál gegn Ryan Giggs þar sem hann var sakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi.

Málið átti að fara fyrir dóm í lok júlí en saksóknari ákvað að fara ekki með málið lengra og felldi það niður.

Giggs var sakaður um líkamlegt ofbeldi sem átti að hafa átt sér stað árið 2020. Þá var Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Giggs hélt alltaf fram sakleysi sínu en nú er ljóst að málið fer ekki lengra í kerfinu.

Giggs hætti sem landsliðsþjálfari Wales vegna málsins. Hann steig til hliðar í lok árs 2020 en sagði svo endanlega af sér þegar málið hélt áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu