West Ham hefur áhuga á því að kaupa Scott McTominay frá Manchester United en ekkert formlegt tilboð er komið á borðið.
West Ham er með mikla fjármuni til eyðslu nú þegar Declan Rice er mættur til Arsenal.
West Ham fékk 105 milljónir punda fyrir Rice og vill styrkja miðsvæði sitt. McTominay er þar ofarlega á blaði.
Sky segir einnig frá því að West Ham sé líklegasti áfangastaður Harry Maguire sem var eitt sinn fyrirliði United.
Erik ten Hag, stjóri United, lét Maguire vita af því í gær að hann væri ekki lengur fyrirliði liðsins. Fór það ekki vel í kauða sem skoðar það nú að fara frá United.