Arsenal staðfesti um helgina kaup sín á Declan Rice miðjumanni frá West Ham sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Rice kemur með hluti á miðsvæði Arsenal sem félagið var ekki með á síðustu leiktíð.
Rice ber höfuð og herðar yfir miðjumenn Arsenal þegar kemur að því að vinna boltann aftur.
Hann er líka á pari við þá bestu hjá Arsenal þegar kemur að því að skila boltanum á samherja sinn.
Rice kostaði Arsenal 105 milljónir punda og ljóst að pressan á kauða verður afar mikil á komandi leiktíð.
Tölfræði hans í samanburði við samherja sína hjá Arsenal er hér að neðan.