Harry Maguire verður ekki fyrirliði liðs Manchester United á næstu leiktíð en hann staðfestir þetta sjálfur.
Maguire gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter síðu sinni í dag en um er að ræða ákvörðun sem margir biðu eftir staðfestingu á.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sér ekki fram á að Maguire verði í stóru hlutverki í vetur og eru þá miklar líkuri á að hann fari annað.
,,Eftir samtal við stjórann í dag þá lét hann mig vita að hann væri að breyta um fyrirliða,“ skrifar Maguire.
,,Hann gaf sínar ástæður og jafnvel þó ég sé sár þá munm ég enn gefa allt í sölurnar fyrir treyjuna.“
Talið er að Bruno Fernandes muni taka við bandinu af enska landsliðsmanninum.
After discussions with the manager today he has informed me he is changing captain. He outlined his reasons to me and whilst I’m personally extremely disappointed, I will continue to give my all every time I wear the shirt.
So I wanted to say a massive thank you to the… pic.twitter.com/TAOS0eisF1
— Harry Maguire (@HarryMaguire93) July 16, 2023