Manchester United fær eina milljón punda eftir að vængmaðurinn Tahith Chong var seldur til Luton.
Chong er 23 ára gamall vængmaður og spilaði alls fimm deildarleiki fyrir Man Utd frá 2019 til 2022.
Þaðan fór Hollendingurinn til Birmingham og var svo seldur til Luton á dögunum fyrir fjórar milljónir punda.
Man Utd var með klásúlu í samningi Chong og fær eina milljón punda af þessum fjórum beint í sinn vasa.
Birmingham fær því þrjár milljónir fyrir Chong sem spilaði 38 leiki í næst efstu deild í vetur og skoraði fjögur mörk.