Það fóru fram sex leikir í Lengjudeild karla í dag en eftir leikina stefnir allt í að Afturelding sé á leið upp í efstu deild.
Afturelding varð fyrsta liðið til að vinna Þór á Akureyri í sumar og hafði betur 3-1 og er á toppnum.
Afturelding er með örugga níu stiga forystu á toppnum en í næst efsta sæti er Fjölnir sem gerði 2-2 jafntefli við Þrótt.
Njarðvík ætlar að vera í veseni í sumar eftir 1-0 tap gegn Ægi en það fyrrnefnda hefur aðeins unnið einn leik í sumar.
Grótta kom þá nokkuð skemmtilega á óvart og vann dýrt lið Grindavíkur 2-0 á Seltjarnarnesi.
Hér má sjá öll úrslitin í dag.
Þór 1 – 3 Afturelding
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic
1-1 Aron Ingi Magnússon
1-2 Oliver Jensen
1-3 Arnór Gauti Ragnarsson
Grótta 2 – 0 Grindavík
1-0 Tómas Johannessen (víti)
2-0 Hilmar Andrew McShane
Ægir 1 – 0 Njarðvík
1-0 Hrvoje Tokic
Þróttur R. 2 – 2 Fjölnir
0-1 Reynir Haraldsson
0-2 Dagur Ingi Axelsson
1-2 Aron Snær Ingason
2-2 Hinrik Harðarson
Selfoss 2 – 4 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe
1-1 Guðmundur Tyrfingsson
2-1 Gonzalo Zamorano
2-2 Daníel Finns Matthíasson(víti)
2-3 Daníel Finns Matthíasson
2-4 Hjalti Sigurðsson
ÍA 1 – 1 Vestri
0-1 Benedikt V. Warén
1-1 Hlynur Sævar Jónsson