Chelsea ætlar að losa sem flesta leikmenn í sumar miðað við þær fregnir sem berast frá Englandi.
Nú er Chelsea í viðræðum við Marseille sem vill fá Pierre Emerick Aubameyang í sínar raðir.
Aubameyang spilaði aðeins 21 leik fyrir Chelsea á síðustu leiktíð og á eitt ár eftir af samningi sínum í London.
11 leikmenn hafa yfirgefið Chelsea endanlega í sumar og má nefna Kai Havertz, Mason Mount og Mateo Kovacic.
Búist er við að Aubameyang sé næstur í röðinni en hann var á sínum tíma leikmaður St. Etienne og þekkir til Frakklands.
Framherjinn vill fá framtíð sína á hreint áður en tímabilið hefst í næsta mánuði.