Aaron Ramsey, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur hafnað því að fara til Sádí Arabíu annað en margir aðrir leikmenn.
Ramsey er 32 ára gamall en hann gerði garðinn frægan með Arsenal en gekk svo í raðir Juvetnus þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Ramsey er nú frjáls sinna ferða en hann var síðast á mála hjá Nice í Frakklandi í stuttan tíma.
Lið í Sádí Arabíu hafði sýnt Ramsey mikinn áhuga en hann ætlar heim og skrifar undir hjá Cardiff.
Ferill Ramsey byrjaði einmitt hjá Cardiff og ákvað hann að hafna peningunujm í Sádí Arabíu til að snúa heim.