Mauricio Pochettino stjóri Chelsea vill fá nýjan markvörð til félagsins í sumar og ensk blöð segja að Emi Martinez markvörður Aston Villa sé efstur á óskalistanum.
Edouard Mendy var seldur til Sádí Arabíu á dögunum og vill Pochettino því sækja markvörð.
Martinez er samlandi Pochettino en varð heimsfrægur á Heimsmeistaramótinu í Katar þar sem Argentína varð Heimsmeistari.
Aston Villa fer fram á væna summu þar sem Martinez á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.
Unai Emery stjóri Aston Villa er ekki hrifin af framkomu Martinez og er sagður klár í að selja hann.
Kepa Arrizabalaga varði mark Chelsea að mestu á síðustu leiktíð en koma Martinez gæti ýtt honum aftur á bekkinn.