Liverpool hefur ekki fengið neitt tilboð frá Al Ettifaq í Jordan Henderson en fyrirliði Liverpool vill fara þangað.
Al Ettifaq er tilbúið að borga Henderson um 700 þúsund pund á viku sem er sirka fjórum sinnum meira en hann þénar hjá Liverpool.
Henderson á ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool en enska félagið mun samkvæmt Sky Sports fara fram á 20 milljónir punda.
Ekkert tilboð er komið frá Al Ettifaq í Henderson en búist er við því á næstu dögum.
Al Ittihad vill svo kaupa Fabinho en enska félagið fer fram á 40 milljónir punda fyrir landsliðsmann Brasilíu.