Það eru ágætis líkur á því að Liverpool selji bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí Arabíu á næstu dögum. Félagaskipti Henderson eru langt komin.
Með því að selja tvo miðjumenn er hins vegar ljóst að Jurgen Klopp, stjóri liðsins fer fram á það að fá leikmann eða leikmenn inn.
Segir Talksport frá því í dag að líklegt sé að Liverpool reyni að kaupa Moises Caicedo miðjumann Brighton. Brighton vill fá nálægt 100 milljónum punda fyrir kauða.
Í margar vikur hefur það verið talað nánast formsatriði að Caicedo fari til Chelsea en áhugi Liverpool gæti breytt þeirri staðreynd.
Liverpool hefur keypt Alexis Mac Allister og Dominic Szoboszlai á miðsvæði sitt í sumar en ljóst er að frekari styrkinga er þörf ef báðir miðjumennirnir fara til Sádí.
BREAKING: Liverpool consider Moises Caicedo transfer if they lose two players https://t.co/xv5tAklS0h
— talkSPORT (@talkSPORT) July 14, 2023