fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Greenwood og unnustan birta fyrstu myndina eftir að hún sakaði hann um ofbeldi – Hafa eignast sitt fyrsta barn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 13:19

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood og Hariet Robson hafa greint frá því að þeirra fyrsta barn sé komið í heiminn. Barnið kom í heiminn fyrir þremur dögum.

Eitt og hálft er frá því að Robson birti myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um gróft ofbeldi.

Í kjölfarið var Greenwood handtekinn og kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári þegar lykilvitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram í málinu.

Greenwood er leikmaður Manchester United en hann hefur ekki fengið að æfa eða spila með liðinu frá því að Robson birti myndirnar af meintu ofbeldi.

Er þetta fyrsta færslan frá báðum á samfélagsmiðlum frá því að Greenwood var handtekinn en þau birta myndina saman á Instagram.

Parið hefur nú eignast sitt fyrsta barn og ætla þau að gifta sig á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“