Danski framherjinn Rasmus Hojlund er áfram orðaður við Manchester United.
United er í leit að framherja og er Hojlund, sem heillaði á sínu fyrsta tímabili með Atalanta, á óskalistanum.
Talið er að Atalanta vilji 50 milljónir punda fyrir hinn tvítuga Hojlund en samkvæmt The Athletic hefur United reynt að senda nokkra leikmenn til Atalanta á móti sem hluta af kaupverði.
Atalanta hefur hins vegar engan áhuga á því og vill fullt kaupverð fyrir leikmanninn.
United hefur þegar eytt 60 milljónum punda í Mason Mount í sumar. Þá er félagið einnig í leit að markverði. Hefur Andre Onana hjá Inter verið mest orðaður við Rauðu djöflanna.