Frank Lampard segir að það hafi verið ansi erfitt að taka við Chelsea á síðustu leiktíð og reyna að kveikja í leikmönnum.
Lampard stýrði Chelsea síðustu mánuði tímabilsins og var aðeins ráðinn tímabundið. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveikja neista í leikmönnum.
„Ég gat séð að æfingarnar voru ekki nógu góðar, það var ekki nóg til að vinna Brentford heima og hvað þá Real Madrid,“ sagði Lampard.
„Ég sá strax að liðsandinn og samstaðan var ekki til staðar, það var ekkert slæmt í gangi en til að vera á meðal þeirra bestu þarftu að æfa eins og þeir bestu.“
„Hjá Chelsea áttu að vera að keppa um eitthvað, við spiluðum svo lengi fyrir ekkert. Það varð til þess að leikmenn gáfu eftir.“
Lampard segist hafa tekið eftir ýmsu þegar hann labbað inn um dyrnar.
„Ég sá það fljótt að sumir leikmenn voru að horfa í að tímabilið myndi klárast og þeir gætu farið að skoða framtíð sína. Ef ég er leikmaður sem hefur ekkert spilað í sjö mánuði þá get ég skilið það.“
„Það er erfitt að vera með landsliðsmenn sem þú þarft að segja að þeir séu ekki í hóp.“