fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Glódís verið orðuð við Arsenal en verður áfram hjá Bayern

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 15:50

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætir því finnska í vináttulandsleik hér heima á morgun. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er spennt fyrir leiknum.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég er spennt að spila hér á heimavelli,“ segir Glódís.

Leikurinn á morgun er fyrri leikurinn í þessum landsleikjaglugga en Ísland mætir Austurríki ytra á þriðjudag.

„Fyrst og fremst er þetta undirbúningur þannig við horfum mikið í frammistöðuna. En við förum alltaf í leiki til að vinna.

Við vonum að það komi mikið af fólki og að það verði góð stemning.“

video
play-sharp-fill

Glódís átti frábært tímabil með Bayern Munchen og varð meistari með liðinu. Hún var í kjölfarið orðuð við Arsenal en er ekki á förum.

„Ég er ótrúlega sátt með þetta. Það er gaman eftir tímabilið að horfa til baka, sjá hvar við byrjuðum og svo enduðum. Við höldum áfram að byggja ofan á þetta á næsta tímabili.

Ég er áfram með samning og líður ótrúlega vel í Bayern Munchen. Það er ekkert í gangi og ég fer í undirbúningstímabil með liðinu eftir Austurríkisleikinn.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Kauptu miða á leikinn hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
Hide picture