Al Ittihad er að undirbúa tilboð í Fabinho, miðjumann Liverpool. Liverpool er einnig að selja Jordan Henderson til Sádí Arabíu og miðsvæðið hjá Liverpool því að taka miklum breytingum.
Liverpool hefur losað sig við fleiri leikmenn í sumar en má þar nefna Roberto Firmino, James Milner og Naby Keita.
Liverpool hefur því lækkað launakostnað sinn um 900 þúsund pund á viku frá síðustu leiktíð. Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai þéna samtals um 300 þúsund pund á viku.
Liverpool er því búið að lækka launakostnað um samtals 600 þúsund pund ef bæði Henderson og Fabinho yfirgefa félagið.
Mbappe myndi vilja þéna meira en 600 þúsund pund á viku en hann er með hærri laun hjá PSG.
Enskir miðlar velta því fyrir sér hvort Liverpool sé að búa til pláss fyrir Kylian Mbappe á launaskrá sinni. PSG er að reyna að selja Mbappe sem ætlar sér frítt frá PSG eftir ár.
Mbappe hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool en sú staðreynd að liðið sé ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð gæti haft áhrif á hug Mbappe.