fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Leikmaður í úrvalsdeildinni ákærður fyrir 375 brot á veðmálareglum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Harry Toffolo, leikmann Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, fyrir 375 brot á veðmálareglum.

Brotin eiga að hafa átt sér stað frá janúar 2014 til mars 2017. Þá var Toffolo á mála hjá Norwich en lék víða á láni í neðri deildunum einnig.

Toffolo hefur til 19. júlí til að bregðast við ákærunum.

Leikmaðurinn gekk í raðir Forest síðasta sumar frá Huddersfield og spilaði 21 leik á sínu fyrsta tímabili.

Fréttirnar af brotum hans á veðmálareglunum koma aðeins nokkrum mánuðum eftir að Ivan Toney, leikmaður Brentford, var dæmdur í átta mánaða bann frá fótbolta fyrir 262 brot á veðmálareglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Firmino fer til Katar