Góður árangur Breiðabliks í upphafi Meistaradeildarinnar hefur orðið til þess að íslenskur fótbolti er nú á betri stað á styrkleikalista UEFA.
Breiðablik vann leiki í umspili í Meistaradeildinni sannfærandi og vann svo sigur á Shamrock Rovers á útivelli í gær.
Þessir þrír sigrar hafa komið Íslandi upp um þrjú sæti á lista UEFA, fer Ísland upp fyrir Möltu, Lúxemborg og Georgíu.
Blika eiga eftir síðari leikinn gegn írska liðinu en KA og Víkingur hefja leik í vikunni og geta hjálpað til við að koma íslenskum bolta ofar.
Ísland er nú í 44 sæti listans en var áður í sæti 47 en ágætis árangur undanfarin ár hefur komið Íslandi upp af botninum.
Amazing Breiðablik keeps moving Iceland up on the Country Ranking.
Iceland started season on 47th but, after Breiðablik won three UCL matches, they are already 44th now.
Olimpija Ljubljana moved Slovenia up to 31st, position which provides spot in the Europa League.
(1/2) pic.twitter.com/nvwimsTEg3
— UEFA Rankings (@UefaRankings) July 12, 2023