fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Gæti framherjinn sem fann sig ekki hjá Chelsea endað hjá Manchester United?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Felix framherji Atletico Madrid er til sölu í sumar, félagið vill losna við hann og lætur hann æfa með unglingaliði félagsins.

ABC á Spáni segir frá því að þrjú lið á Englandi vilji fá Felix en þar á meðal er Manchester United.

Felix var á láni hjá Chelsea á seinni hluta síðasta tímabils, hann fann ekki alveg taktinn í arfa slöku Chelsea liði.

ABC segir að Newcastle og Aston Villa vilji fá Felix en hann hefur áhuga á því að halda áfram í Meistaradeildinni.

United er að leita að framherja og gæti endað á Felix sem er öflugur leikmaður frá Portúgal, hann hefur hins vegar ekki fundið taktinn undanfarin ár.

Felix er 23 ára gamall en Atletico keypti hann fyrir fjórum árum á 113 milljónir frá Benfica.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið