Viðræður Manchester United við Inter um markvörðinn Andre Onana eru komnar á lokastig. Það er útlit fyrir að kappinn verði orðinn leikmaður United á allra næstunni.
Manchester United hefur verið á eftir Onana undanfarnar vikur. Leikmaðurinn vill ólmur fara til enska stórliðisins og hefur samið um eigin kjör.
Inter hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum United. Það seinna hljóðaði upp á 50 milljónir evra en það dugði ekki til.
Félögin hafa átt mjög jákvæðar viðræður undanfarið og er vilji hjá öllum til að láta skiptin ganga upp.
Samkvæmt Daily Mail er líklegt að tilboð upp á rétt rúmar 50 milljónir evra auk aukagreiðslna síðar meir muni duga til að fá Onana.
Erik ten Hag, stjóri United, vann með Onana í fimm ár hjá Ajax og þekkir hann því vel.
United bindur vonir við að fá Onana með sér í æfingaferð sína til Bandaríkjanna.