Inter ætlar ekki að bakka frá 60 milljóna evra verðmiða sínum á Andre Onana. Sky Sports segir frá.
Manchester United hefur verið á eftir Onana undanfarnar vikur. Leikmaðurinn vill ólmur fara til enska stórliðisins og hefur samið um eigin kjör.
Inter hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum United. Það seinna hljóðaði upp á 50 milljónir evra en það dugði ekki til.
Bjartsýni er hjá öllum aðilum að kaupin gangi í gegn en Inter vill þó 60 milljónir evra og stendur fast á sínu.
Erik ten Hag, stjóri United, vann með Onana í fimm ár hjá Ajax og þekkir hann því vel.
United bindur vonir við að fá Onana með sér í æfingaferð sína til Bandaríkjanna.