Chelsea á í viðræðum við Union Berlin um hugsanlegan lánssamning David Datro Fofana samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Hin tvítugi Fofana gekk í raðir Chelsea frá Molde í janúar en var í aukahlutverki seinni hluta leiktíðar.
Framherjinn ungi gæti farið á láni til að ná sér í aukinn spiltíma.
Þar kemur Union Berlin til greina. Félagið getur boðið Fofana upp á Meistaradeildarfótbolta eftir frábært síðasta tímabil í þýsku úrvalsdeildinni.
Chelsea átti hins vegar afleitt tímabil og undirbýr sig undir nýja tíma undir stjórn Mauricio Pochettino.