Mkhaylo Mudryk upplifði ansi erfiða tíma hjá Chelsea eftir að félagið borgaði háa upphæð til að fá hann frá Shaktar Donetsk í janúar.
Kantmaðurinn frá Úkraínu sýndi lítið sem ekkert en stuðningsmenn Chelsea telja að hann sé að komast í gang.
Mudryk hefur verið frábær á EM U21 árs landsliða og var öflugur gegn Spáni í gær þrátt fyrir að Úkraína sé úr leik.
Mudryk lagði upp eina mark liðsins í leiknum þar sem hann sýndi snilli sína.
MYKHAILO MUDRYK ASSIST! HE’S COOKING pic.twitter.com/zZOOVMQiF8
— ☔️ (@CFCIbi) July 5, 2023
Á samfélagsmiðlum má sjá stuðningsmenn Chelsea fagna þessum töktum Mudryk og telja þeir flestir að Mauricio Pochettino muni fái hann til að blómstra hjá Chelsea.
Mudryk next season is gonna do a madness
pic.twitter.com/XxWazvvtRF— Hajir🇸🇪 (@HajirFT) July 6, 2023