Paris Saint-Germain hefur látið Christophe Galtier fara úr stöðu knattspyrnustjóra eins og búist var við.
Galtier tók við PSG í fyrra og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Það er hins vegar ekki nóg á þeim bænum og hefur hann verið látinn fara. Galtier átti ár eftir af samningi sínum.
Það eru allar líkur á að Luis Enrique sé að taka við sem stjóri PSG. Það má búast við að það verði tilkynnt seinna í dag.
Það er draumur allra hjá PSG að vinna Meistaradeild Evrópu og vonast er til að Enrique sé rétti maðurinn í það.
Töluverð óvissa er í kringum stærstu stjörnu PSG, Kylian Mbappe, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið og neitar að framlengja.