Arsenal hefur náð samkomulagi við Ajax um kaup á Jurrien Timber. The Athletic segir frá.
Skytturnar hafa verið á eftir varnarmanninum undanfarið og lögðu fram 30 milljóna punda tilboð á dögunum sem var hafnað.
Nú hefur tilboði upp á rúmar 34 milljónir punda með möguleika á rúmum 4 milljónum til viðbótar verið samþykkt.
Timber er 22 ára gamall og algjör lykilmaður hjá Ajax.
Hann hefur nú fengið grænt ljós á að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal.
Það er nóg að gera hjá Arsenal sem sótti Kai Havertz frá Chelsea á 65 milljónir punda á dögunum auk þess að félagið er að landa 105 milljóna punda kaupum á Declan Rice frá West Ham.
Timber er næstur inn um dyrnar á Emirates.