Ef marka má enska miðla í dag ætlar Liverpool ekki að láta það nægja að sækja Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister á miðsvæðið sitt í sumar.
Talksport segir frá því að Liverpool sé nú að undirbúa tilboð sitt í Romeo Lavia miðjumann Southampton.
Miðsvæði Liverpool var að margra mati veikasti hlekkur liðsins á síðustu leiktíð og Jurgen Klopp virðist vera á sama máli.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður kom til Southampton frá Manchester City fyrir ári síðan.
Lavia átti góða spretti með Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Talið er að Southamton vilji fá 50 milljónir punda fyrir Lavia en Manchester United og Chelsea hafa einnig verið nefnd til sögunnar.