Samkvæmt enskum götublöðum hefur Manchester United hafnað tilboði Borussia Dortmund um að fá Jadon Sancho á láni.
Sancho kom til United frá Dortmund fyrir tveimur árum og borgaði enska félagið þá 73 milljónir punda fyrir hann.
United er ekki tilbúið að lána Sancho en samkvæmt enskum blöðum vill félagið frekar selja hann.
Sancho hefur ekki fundið taktinn á Old Trafford en samkvæmt fréttum vill United fá 45 milljónir punda fyrir hann.
Sancho er 23 ára gamall kantmaður sem átti frábæra tíma hjá Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið leggi fram kauptilboð.