Robert Blakala, markmaður Njarðvíkur, var skúrkurinn í dag er liðið mætti Leikni í Lengjudeildinni.
Leiknir hafði betur örugglega 3-0 á heimavelli en Blakala var rekinn af velli í fyrri hálfleik.
Þetta var annað rauða spjald Blakala í sumar en staðan var markalaus áður en hann fékk reisupassann.
Fyrr í dag vann Ægir sinn fyrsta sigur í sumar en liðið hafði óvænt betur á útivelli gegn Vestra.
Leiknir R. 3 – 0 Njarðvík
1-0 Hjalti Sigurðsson (’48)
2-0 Róbert Hauksson (’60)
3-0 Róbert Hauksson (’73)
Vestri 1 – 2 Ægir
0-1 Cristofer Moises Rolin (’37)
1-1 Vladimir Tufegdzic (’50)
1-2 Baldvin Þór Berndsen (’58)