Ruben Loftus Cheek hefur yfirgefið lið Chelsea á Englandi og er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu.
Um er að ræða 27 ára gamlan miðjumann sem á að baki tíu landsleiki fyrir enska landsliðið.
Milan er talið borga um 20 milljónir punda fyrir Loftus-Cheek sem hefur verið í varahlutverki á Stamford Bridge.
Sandro Tonali er að yfiirgefa AC Milan fyrir Newcastle og gæti Loftus-Cheek tekið við af honum á miðjunni.
Loftus-Cheek er uppalinn hjá Chelsea og lék yfir 100 deildarleiki fyrir félagið en var einnig um tíma lánaður til Crystal Palace og Fulham.