Jónatan Ingi Jónsson átti stórleik fyrir lið Sogndal í dag sem spilaði við Skeid í norsku B-deildinni.
Þessi fyrrum leikmaður FH skoraði tvennu í öruggum sigri Sogndal sem var með 4-0 forystu á tímapunkti.
Skeid tókst að laga stöðuna eftir að hafa lent fjórum mörkum undir og lauk leiknum með 4-2 útisigri Sogndal.
Annar Íslendingur komst á blap fyrir Sogndal í leiknum en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja markið í sigrinum.
Þá skoraði Brynjólfur Darri Willumsson mark fyrir lið Kristiansund sem vann öruggan 4-0 heimasigur á Hodd.